Run: Race Previous Next

3/20/2014

14 km

53:00

3:48 km

  • Map

<No name>

Notes

Á bretti í Kringlunni. Með frekar lítinn tíma á milli funda og sá að ég næði ekki löngu tempoi líkt og stefnan var sett á. Fann samt að ég var vel upplagður og kraftur í skrokknum. Ákvað því að taka 10 km race simulation. Byrjaði á mínum 10 km hraða skv. æfingum (16,7; 3:35). Tók smá tíma að venjast hraðanum en eftir um fjóra km fór þetta að rúlla nokkuð áreynslulaust. Ákvað að ef þetta væri enn nokkuð þægilegt eftir 2/3 myndi ég bæta í. Gerði það; fór fyrst upp á 17,1 í 1,3 km og svo vaxandi síðustu tvo kílómetra, fyrst á 17,5 en svo í lokin var hraðinn kominn í 19,4. Renndi mér í gegnum 10 km á 35:24 sem er miklu betra en ég þorði að vona. Fann ekki fyrir stífleika í kálfum eftir sprettinn. Formið er greinilega töluvert betra en ég hef gert mér grein fyrir. Verulega gott fyrir sjálfstraustið. Nú er bara halda þessu formi fram að Boston og gera engar gloríur.

Comments